Grunnskólar í Garðabæ settir í dag
Í dag, þriðjudaginn 22. ágúst verða grunnskólar í Garðabæ settir. Um 2500 börn verða í 1.-10. bekk í Garðabæ í vetur og hefja þau nám sitt í dag.
-
Frá skólasetningu í Flataskóla haustið 2015
Í dag, þriðjudaginn 22. ágúst verða grunnskólar í Garðabæ settir. Það verða rúmlega 2500 börn í 1.-10. bekk í Garðabæ í vetur, þar af um 210 börn í 1. bekk og hefja þau skólagöngu sína í dag. Um 70 börn verða svo í 5 ára bekkjum í Flataskóla og í Barnaskóla Hjallastefnunnar að Vífilsstöðum. Fjölmennustu skólarnir eru Hofsstaðaskóli með yfir 550 nemendur og Flataskóli og Garðaskóli með yfir 500 nemendur hvor.
Frekari upplýsingar um skólastarfið má finna á heimasíðum grunnskóla Garðabæjar.
Vefur Alþjóðaskólans
Vefur Álftanesskóla
Vefur Barnaskóla Hjallastefnunnar
Vefur Flataskóla
Vefur Garðaskóla
Vefur Hofsstaðaskóla
Vefur Sjálandsskóla