16. ágú. 2017

Tilraunaverkefni til að draga úr hraða hjólreiðafólks á stíg í Sjálandshverfi

Búið er að mála rauða reiti á stíg við sjóinn í Sjálandshverfi til að hvetja hjólreiðafólk til að fara hægar á stígnum.
  • Séð yfir Garðabæ

Búið er að mála rauða reiti á stíg við sjóinn í Sjálandshverfi til að hvetja hjólreiðafólk til að fara hægar á stígnum. Aðrar merkingar verða einnig málaðar á stíginn. Reitirnir og merkingarnar eiga að vekja athygli hjólreiðafólks á því að mikið af gangandi fólki sé á stígnum, þar á meðal börnum á leið í skóla og þess vegna er mjög mikilvægt að hraðanum sé stillt í hóf.