15. ágú. 2017

Fyrsti fundur vetrarins í bæjarstjórn Garðabæjar verður haldinn fimmtudaginn 17. ágúst

Bæjarstjórn Garðabæjar kemur saman eftir sumarfrí fimmtudaginn 17. ágúst og verður fundurinn haldinn í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli.
  • Séð yfir Garðabæ

Bæjarstjórn Garðabæjar kemur saman eftir sumarfrí fimmtudaginn 17. ágúst.  Fundir vetrarins verða haldnir í  safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli.  Bæjarstjórn heldur fundi tvisvar í mánuði, eða 1. og 3. fimmtudag.  Á fyrsta fundi haustsins verða m.a. teknar fyrir fundargerðir bæjarráðs sem starfar sem bæjarstjórn í sumarleyfi bæjarstjórnar.

Fundir bæjarstjórnar fram að áramótum verða á eftirfarandi dögum:

Fimmtudaginn 7. sept.
Fimmtudaginn 21. sept.
Fimmtudaginn 5. okt.
Fimmtudaginn 19. okt.
Fimmtudaginn 2. nóv.
Fimmtudaginn 16. nóv.
Fimmtudaginn 7. des.
Fimmtudaginn 21. des.


Fundir bæjarstjórnar hefjast klukkan 17:00 eru haldnir í heyrandi hljóði og öllum opnir. Fundargerðir bæjarstjórnar má finna á heimasíðu Garðabæjar daginn eftir fundina.