14. ágú. 2017
Meistaraflokkur kvenna hjá Stjörnunni spilar til úrslita í Borgunarbikarnum þann 8. september
Kvennalið Stjörnunnar, sem vann Val 1-0 í framlengdum leik sunnudaginn 13. ágúst, spilar til úrslita um Borgunarbikarinn á Laugardalsvelli 8. september næstkomandi.
Meistaraflokkur kvenna hjá Stjörnunni, sem vann Val 1-0 í framlengdum leik á Samsungvellinum sunnudaginn 13. ágúst, spilar við ÍBV til úrslita í Borgunarbikarnum 8. september næstkomandi. Þetta verður í 5. skipti á síðustu 8 árum sem kvennalið Stjörnunnar leikur í bikarúrslitum og Stjörnustúlkur hafa þrisvar sinnum komið með bikarinn heim í Garðabæ. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður hann háður á Laugardalsvelli.