11. ágú. 2017

Nýr bekkur settur upp við ylströndina í Sjálandshverfi

Starfsfólk þjónustumiðstöðvar setti nýlega upp bekk við ylströndina í Sjálandshverfi. Þar er líka búið að vera borð og salernisaðstaða í sumar.
  • Séð yfir Garðabæ

Starfsfólk þjónustumiðstöðvar sá nýlega um að koma fyrir bekk og svokölluðu pikknikkborði við ylströndina í Sjálandshverfi þar sem hægt er að er að sitja saman og t.d. borða nesti. Eins og síðasta sumar var komið fyrir tímabundinni salernisaðstöðu á svæðinu frá maí til september.

Í sumar hafa umhverfishópar, sem í eru um það bil 35 ungmenni á aldrinum 17-25 ára, sinnt ýmsum verkefnum tengdum viðhaldi opinna svæða í hverfum bæjarins.  Umhverfishóparnir hafa líka unnið að heftingu lúpinu og kerfils í bæjarlandinu ásamt starfsmönnum Þjónustumiðstöðvar.  Einnig unnu hóparnir að rakstri og viðhaldi umferðarmana þar sem þörf var á.  Þá sáu umhverfishópar að hluta til um uppsetningu og undirbúning á Jónsmessuhátíðinni sem haldin var í Sjálandinu 22. júní sl.