10. ágú. 2017

Framkvæmdir við Ásgarðslaug ganga vel

Framkvæmdir við sundlaugina í Ásgarði, útisvæði og nýja búningsklefa ganga vel
  • Séð yfir Garðabæ

Framkvæmdir við sundlaugina í Ásgarði ganga vel. Unnið er  að lagnavinnu og uppsetningu á búnaði í lagnakjallara sem hýsir sundlaugakerfið og annan búnað sem viðkemur rekstri sundlaugarinnar. Undirbúningur vegna flísalagnar á útisvæði er í fullum gangi og hefst flísalögn á og á sundlauginni sjálfri og pottum fljótlega. Búningsklefar eru langt á veg komnir, lagnavinnu þar að mestu lokið og verið er að leggja lokahönd á flísalagnir í klefunum.

Á efri hæð er verið að gera líkamsræktaraðstöðu við hlið danssalarins og er sú vinna langt komin, aðeins er eftir að setja dúk á gólfið og gler á milli dans- og líkamsræktaraðstöðu.  

Sundkennsla í Flata- og Garðaskóla 

Sundkennsla í Garðaskóla fellur niður þangað til sundlaugin opnar aftur og í Flataskóla fer sundkennsla í 1. og 3. bekk fram í Álftaneslaug. Aðrir bekkir í Flataskóla fá einn auka íþróttatíma á viku þangað til sundkennsla hefst að nýju í Ásgarðslaug.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af framkvæmdunum.