8. ágú. 2017

Gönguleið um Búrfellsgjá

Í byrjun ágúst var fróðlegt viðtal við Ragnheiði Traustadóttur fornleifafræðing um Selgjá og Búrfellsgjá í þættinum Ísland í sumar sem er sýndur á Stöð 2. Selgjá er hrauntröð sem gengur til norðvesturs í framhaldi af Búrfellsgjá. Í Wapp gönguleiðsagnarappinu er hægt að nálgast fjölmargar gönguleiðir í Garðabæ án endurgjalds í boði Garðabæjar þar á meðal gönguleið um Búrfellsgjá.
  • Séð yfir Garðabæ

Í byrjun ágúst var fróðlegt viðtal við Ragnheiði Traustadóttur fornleifafræðing um Selgjá og Búrfellsgjá í þættinum Ísland í sumar sem er sýndur á Stöð 2.  Selgjá er hrauntröð sem gengur til norðvesturs í framhaldi af Búrfellsgjá.  Í þættinum var einnig sýnt fræðslu- og söguskilti sem sett var upp á svæðinu í hittifyrra á vegum umhverfisnefndar Garðabæjar en einnig er unnið að fræðsluskilti um Selgjá.  Skiltið um Búrfellsgjá er staðsett á efri brún Hjallamisgengis, þar sem farið er niður timburtröppur á gönguleið í Búrfellsgjá og á Búrfell. Þaðan er gott útsýni yfir Búrfellsgjá og umhverfi með góðri fjallasýn.

Eldstöðin Búrfell, Búrfellsgjá og eystri hluti Selgjár voru friðlýst sem náttúruvætti 30. apríl 2014. Þarna er jarðsagan einstök, en ekki síst menningarminjar í Búrfellsgjá þar er Gjáarétt, Vatnsgjá og Réttargerðið. Réttin var friðlýst sem fornleifar árið 1964. 

Gönguleið um Búrfellsgjá í Wappinu

Í Wapp gönguleiðsagnarappinu er hægt að nálgast fjölmargar gönguleiðir í Garðabæ án endurgjalds í boði Garðabæjar þar á meðal gönguleið um Búrfellsgjá.