2. ágú. 2017

Garðyrkjudeild Garðabæjar vinnur að því að hefta útbreiðslu Bjarnarklóar

Garðyrkjudeildin hefur undanfarin ár unnið að því að skrásetja og fjarlægja Bjarnarkló sem finnst á opnum svæðum og öðrum stöðum í sveitarfélaginu.
  • Séð yfir Garðabæ

Garðyrkjudeild Garðabæjar hefur undanfarin ár unnið að því að skrásetja og fjarlægja Bjarnarkló sem finnst á opnum svæðum og öðrum stöðum í sveitarfélaginu til að hefta útbreiðslu plöntunnar.  Bjarnarkló er stórvaxin planta af sveipjurtaætt og hefur verið nokkuð vinsæl sem skrautjurt í einkagörðum.  Varast ber að rækta þessa tegund þar sem Bjarnarkló er eitruð planta, safinn í stönglinum og blöðunum virkjast af sólarljósi og getur hann valdið alvarlegum bruna á húð og blindu ef hann berst í augu.  Bjarnarkló þroskar auðveldlega mikið af fræum og dreifir sér af sjálfsdáðum. 

Frekari upplýsingar um Bjarnarkló má fá hjá garðyrkjustjóra Garðabæjar, Smára Guðmundssyni, smarig@gardabaer.is eða verkefnastjóra garðyrkjudeildar, Lindu Björk Jóhannsdóttur, lindajo@gardabaer.is.  Einnig má senda þeim ábendingar um vaxtarstaði plöntunnar.