1. ágú. 2017

Áhugaverð lokasýning Skapandi sumarstarfa

Lokasýning Skapandi sumarstarfa hjá Garðabæ var haldin fimmtudaginn 27. júlí sl. á Garðatorgi. Þar mátti sjá fjölmörg og fjölbreytt verk á mörgum sviðum, s.s. tónlist, kvikmyndun, grafísk verk, ljósmyndun, myndlist, handverk og hreyfimyndagerð o.fl.
  • Séð yfir Garðabæ

Lokasýning Skapandi sumarstarfa hjá Garðabæ var haldin fimmtudaginn 27. júlí sl. á Garðatorgi á heitasta degi sumarsins það sem af er. Þar mátti sjá fjölmörg og fjölbreytt verk á mörgum sviðum, s.s. tónlist, kvikmyndun, grafísk verk, ljósmyndun, myndlist, handverk og hreyfimyndagerð o.fl. Sett var upp sýning m.a. í rými á Garðatorgi 7 en einnig mátti sjá verk utandyra á torginu. Í sumar var hópurinn skipaður 16 einstaklingum, 17 ára og eldri, sem hafa unnið að listsköpun og menningartengdri starfsemi í bænum.

Skapandi sumarstörf halda úti fésbókarsíðu þar sem hægt er að sjá myndir og fréttir úr starfi hópsins í sumar.