25. júl. 2017

Listviðburður Skapandi sumarstarfa fimmtud. 27. júlí kl. 16-19

Eins og undanfarin ár þá hafa ungmenni unnið að fjölbreyttum sumarstörfum í Garðabæ og þar á meðal í Skapandi sumarstarfi. ?Að venju lýkur starfi hópsins með lokasýningu sem að þessu sinni verður haldin fimmtudaginn 27. júlí kl. 16-19 á Garðatorgi.
  • Séð yfir Garðabæ

Eins og undanfarin ár þá hafa ungmenni unnið að fjölbreyttum sumarstörfum í Garðabæ og þar á meðal í Skapandi sumarstarfi.  Verkefnið er hluti af sumarstarfi ungmenna í Garðabæ, 17 ára og eldri,  og býðst þar ungu og hæfileikaríku fólki að vinna að sínum eigin listrænu verkefnum yfir sumartímann.

Í sumar var hópurinn skipaður 16 einstaklingum sem hafa unnið að listsköpun og menningartengdri starfsemi í bænum. Verkefni þeirra hafa verið fjölbreytt og tengjast m.a. tónlist, kvikmyndun, grafískri hönnun, ljósmyndun,  myndlist, handverki og hreyfimyndagerð svo eitthvað sé nefnt.  Hópurinn tók meðal annars virkan þátt í Jónsmessugleði Grósku 22. júní sl. auk þess sem hluti hópsins hefur komið fram við ýmis tækifæri, s.s. á 17. júní, á tónleikum í Vídalínskirkju, farið í Vinnuskóla Garðabæjar og í leikskóla. 

Að venju lýkur starfi hópsins með lokasýningu sem að þessu sinni verður haldin fimmtudaginn 27. júlí kl. 16-19 á Garðatorgi.  Listviðburðurinn hefst á Garðatorgi 7 og færist svo víðar um Garðatorgið.  Allir eru velkomnir á Garðatorgið þennan dag. 

Upplýsingar um listviðburðinn má finna hér í viðburðadagatalinu á vef Garðabæjar. 

Skapandi sumarstörf halda úti fésbókarsíðu þar sem hægt er að fylgjast með starfi hópsins.