12. júl. 2017

Rafrænar umsóknir um fjárhagsaðstoð

Búið er að opna fyrir rafrænar umsóknir um fjárhagsaðstoð á íbúavef Garðabæjar, Mínum Garðabæ.
  • Séð yfir Garðabæ

Búið er að opna fyrir rafrænar umsóknir um fjárhagsaðstoð á íbúavef Garðabæjar, Mínum GarðabæUmsækjendur um fjárhagsaðstoð geta nú skráð sig inn á Minn Garðabæ, annað hvort með Íslykli eða með rafrænum skilríkjum og fyllt út umsóknina rafrænt. 

Með nýjum umsóknum þurfa allir að skila skattframtali síðasta árs, staðgreiðsluyfirliti og upplýsingum um persónuafslátt.  Þessar upplýsingar er hægt að finna á skattur.is

Aðrar upplýsingar sem gætu þurft að fylgja með umsókninni fara eftir stöðu umsækjenda.

Reglur um fjárhagsaðstoð hjá Garðabæ má finna hér á vefsíðu Garðabæjar.