6. júl. 2017

Hljóðmön við Súlunes

Á næstu dögum hefjast framkvæmdir við hljóðmön við botnlanga Súluness. Verkið felur í sér upphækkun og útvíkkun á jarðvegsmön í þeim tilgangi að betrumbæta hljóðvist á svæðinu.
  • Séð yfir Garðabæ
Á næstu dögum hefjast framkvæmdir við hljóðmön við botnlanga Súluness. Verkið felur í sér upphækkun og útvíkkun á jarðvegsmön í þeim tilgangi að betrumbæta hljóðvist á svæðinu. Sjá meðfylgjandi yfirlitsmynd yfir fyrirhugaðar framkvæmdir.

Verktakinn sem sér um framkvæmdina er Loftorka ehf. og mun VSÓ Ráðgjöf sjá um verkeftirlit með framkvæmdum fyrir hönd Garðabæjar. Reynt verður eftir fremsta megni að haga verkinu þannig að ónæði verði sem minnst fyrir vegfarendur og íbúa í nágrenninu. Áætluð verklok eru í ágúst 2017.