30. jún. 2017

Aðalskipulag Garðabæjar - athugasemd á geitarskinni

Tillaga að nýju Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 var í auglýsingu frá 8. maí til og með 19. júní 2017. Þann 19. júní rann út frestur til þess að skila inn athugasemdum við tillöguna. Á sjötta tug athugasemda hafa borist og verða þær lagðar fram á næsta fundi skipulagsnefndar Garðabæjar og vísað til úrvinnslu.
  • Séð yfir Garðabæ

Tillaga að nýju Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 var í auglýsingu frá 8. maí til og með 19. júní 2017. Þann 19. júní rann út frestur til þess að skila inn athugasemdum við tillöguna. Á sjötta tug athugasemda hafa borist og verða þær lagðar fram á næsta fundi skipulagsnefndar Garðabæjar og vísað til úrvinnslu.

Þegar Jón Ingi Young í Arnarvogi (Ránargrund 1) spurði skipulagsstjóra Garðabæjar hvort athugasemdir þyrfu að vera undirritaðar fékk hann það svar að þær þyrftu  að vera það og þá helst á geitarskinni eins og stefnuræða bretadrottningar. 

Jón Ingi hefur nú sent inn athugasemd sína skrautritaða á geitarskinn og verður henni nú vísað til úrvinnslu ásamt öðrum athugasemdum. 

Hér sjást Gunnar Einarsson bæjarstjóri og Sigurður Guðmundsson formaður skipulagsnefndar með athugasemdina á milli sín. Nú er spurningin hvort Jón Ingi muni fá svar bæjarstjórnar skráð á skinn.

Hér má sjá frétt um kynningarfund fyrir íbúa sem var haldinn 30. maí 2017.

Tillagan er aðgengileg hér á vef Garðabæjar.
Hér má einnig lesa nánar um aðalskipulagsvinnuna.