28. jún. 2017

Garðabær semur við Skólamat um máltíðir í grunnskólum Garðabæjar

Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar undirritaði í dag, miðvikudaginn 28. júní, samning á milli Garðabæjar og Skólamatar um máltíðir í grunnskólum Garðabæjar.
  • Séð yfir Garðabæ

Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar skrifaði í dag, miðvikudaginn 28. júní, undir samning við Skólamat um áframhaldandi samstarf í framleiðslu og framreiðslu á skólamálsverðum fyrir grunnskóla Garðabæjar.

Markmið samningsins er að bjóða nemendum upp á heilsusamlegan og fjölbreyttan matseðil.  Sú nýjung verður tekin upp á samningstímanum að nemendur geta valið um tvo valkosti á heitum máltíðum á hverjum degi, auk meðlætisbars.

Samningurinn við Skólamat var undirritaður að undangengnu opnu útboði samkvæmt reglum um innkaup sveitarfélagsins og gildir hann til ársins 2020.  Bæjarráð Garðabæjar samþykkti að ganga til samninga við Skólamat á fundi sínum 16. maí sl.