Ánægja með starf dagforeldra
Fjórir dagforeldrar eru starfandi í Garðabæ og hefur það fimmta störf í ágúst. Flestir hafa langa reynslu í starfi allt að 30 ár. Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi en eru í náinni samvinnu við verkefnisstjóra á skólaskrifstofu Garðabæjar
Fjórir dagforeldrar eru starfandi í Garðabæ og hefur það fimmta störf í ágúst. Flestir hafa langa reynslu í starfi allt að 30 ár. Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi en eru í náinni samvinnu við verkefnisstjóra á skólaskrifstofu Garðabæjar sem hefur eftirfylgd með starfsemi þeirra. Verkefnisstjóri heimsækir dagforeldra reglulega og fer bæði í boðaðar og óboðaðar heimsóknir, einnig tekur utanaðkomandi aðili út starfsemi þeirra árlega. Þjónustukönnun meðal foreldra barna hjá dagforeldrum var gerð í vetur og þar kom fram almenn ágægja með samskipti við dagforeldra og þá þjónustu sem þeir veita.
Hér á vef Garðabæjar má sjá nánari upplýsingar um daggæslu dagforeldra.