16. jún. 2017

Nýr leikskólastjóri Kirkjubóls

Ásta Kristín Valgarðsdóttir hefur verið ráðin í starf leikskólastjóra á leikskólanum Kirkjubóli frá 1. ágúst.

  • Leikskólinn Kirkjuból
    Leikskólinn Kirkjuból viðKirkjulund

Ásta Kristín Valgarðsdóttir hefur verið ráðin í starf leikskólastjóra á leikskólanum Kirkjubóli frá 1. ágúst. Ásta Kristín hefur lokið B.ed gráðu í leikskólakennarafræðum og stundar framhaldsnám í Opinberri stjórnsýslu við HÍ. Ásta Kristín hefur sinnt fjölbreyttu stjórnunarstarfi innan leikskóla bæði sem deildarstjóri, aðstoðarleikskólastjóri og leikskólastjóri. Frá því í nóvember 2016 hefur hún leyst af sem leikskólastjóri á Kirkjubóli. 

Staðan var auglýst í júní og alls voru 5 umsækjendur um starfið.