14. jún. 2017

Kvennahlaupið í Garðabæ 18. júní kl. 14

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ í Garðabæ fer fram sunnudaginn 18. júní kl. 14:00 í Garðabæ. Nú er hægt að skrá sig rafrænt í hlaupið. Boðið er upp á þrjár vegalengdir; 2 km skemmtiskokk, 6 km náttúruhlaup sem er ný leið og 10 km vegalengd með og án tímatöku.
  • Séð yfir Garðabæ
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ í Garðabæ fer fram sunnudaginn 18. júní kl. 14:00 í Garðabæ. Boðið er upp á þrjár vegalengdir; 2 km skemmtiskokk, 6 km náttúruhlaup sem er ný leið og 10 km vegalengd með og án tímatöku. Í fyrsta sinn í sögu Kvennahlaupsins í Garðabæ er boðið upp á tímatöku í 10 km vegalengdinni fyrir konur.  Það er hlaupahópur Stjörnunnar sem hefur umsjón með hlaupinu í Garðabæ. 

Nýtt: rafræn forskráning á netinu og  afhending bola og hlaupagagna

Hægt er að skrá sig rafrænt í allar vegalengdir í Kvennahlaupinu í Garðabæ á hlaup.is. Þær konur sem skrá sig rafrænt fyrir miðnætti föstudaginn 16. júní geta átt von á ferðavinningi en dregið verður úr pottinum á Garðatorgi. 

Bolir og hlaupagögn verða afhent í íþróttahúsinu Ásgarði og á Garðatorgi á hlaupadegi:
Fimmtudaginn 15. júní milli 16:30 og 19:00, Ásgarður.
Föstudaginn 16. júní milli kl. 16:30 og 19:00, Ásgarður.
Sunnudaginn 18. júní milli kl. 11:00 og 13:00, Garðatorgi
Áherslan og gildin í Kvennahlaupi Garðabæjar verða áfram þau sömu; skemmtun og samstaða kvenna á öllum aldri þar sem hver kona kemur í mark á sínum forsendum með bros á vör.

 

Fésbókarsíða Kvennahlaupsins í Garðabæ

Upplýsingar um Kvennahlaupið á hlaup.is 

Sjá vef Kvennahlaupsins hjá Sjóvá. 

Kvennahlaup ÍSÍ á facebook