12. jún. 2017

Framtíðarskipulag Vífilsstaðalands - íbúafundur 13. júní kl. 17:15

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur nú hafið undirbúning að samkeppni um rammaskipulag Vífilsstaðalands, um 350 ha svæðis austan Reykjanesbrautar. Dómnefnd samkeppninnar stendur að opnum íbúafundi í Flataskóla þriðjudaginn 13. júní kl. 17:15. ? Þar verða þær áskoranir sem Garðabær stendur frammi fyrir við mótun skipulags á svæðinu kynntar

  • Frá íbúafundi um framtíðarskipulag Vífilsstaðalands.
    Frá íbúafundi um framtíðarskipulag Vífilsstaðalands.


Bæjarstjórn Garðabæjar hefur nú hafið undirbúning að samkeppni um rammaskipulag Vífilsstaðalands, um 350 ha svæðis austan Reykjanesbrautar.  Samkvæmt tillögu að aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 sem nú er í kynningu verður á svæðinu gert ráð fyrir íbúðarbyggð, íþróttasvæði, svæði fyrir verslun og þjónustu, þjónustustofnunum, golfvelli, útivistarsvæði og fólkvangi.  Efnt er til samkeppninnar í samstarfi við Arkitektafélag Íslands og hefur dómnefnd nú verið skipuð.

Íbúafundur - þriðjudaginn 13. júní kl. 17:15

Dómnefnd samkeppninnar stendur að opnum íbúafundi í Flataskóla þriðjudaginn 13. júní kl. 17:15.  
Þar verða þær áskoranir sem Garðabær stendur frammi fyrir við mótun skipulags á svæðinu kynntar og kallað verður eftir hugmyndum og væntingum almennings til uppbyggingarinnar.

Allir eru velkomnir á íbúafundinn.

Viðburður á fésbókarsíðu Garðabæjar