Sumar á Garðatorgi 9. júní kl.16-19
Hönnunarsafn Íslands og Bókasafn Garðabæjar taka þátt í sumargleði á Garðatorgi föstudaginn 9. júní kl. 16-19. Í Hönnunarsafninu verður ókeypis aðgangur fyrir gesti í tilefni dagsins og opið lengur eða til kl. 19. Þar verða hönnuðir að störfum í anddyri safnsins með verkefnið Nordic Angan þar sem ilmir í íslenskri náttúru eru kortlagðir. Sjá nánar í frétt hér á vef Hönnunarsafnsins.
Bókasafn Garðabæjar ætlar líka að taka þátt í gleðinni og þar verður gestum og gangandi boðið að teikna eigið listaverk með götukrít fyrir utan safnið á Garðatorgi 7. Safnið býður líka upp á ratleikinn bókhönnun sem er ratleikur á milli safnanna á Garðatorgi, bókasafnsins og Hönnunarsafnsins. Auk þess geta börn tekið þátt í ratleik inni á bókasafninu. Sjá einnig frétt hér á vef Bókasafnsins.