2. jún. 2017

Góð mæting á kynningarfund um aðalskipulag

Kynningarfundur um tillögu að aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 sem nú er í auglýsingu var haldinn í Flataskóla þriðjudaginn 30. maí sl. Um 150 manns sóttu fundinn þar sem tillagan var kynnt.

  • Mynd tekin frá Garðaholtsvegi í austur.
    Mynd tekin frá Garðaholtsvegi í austur.

Kynningarfundur um tillögu að aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 sem nú er í auglýsingu var haldinn í Flataskóla þriðjudaginn 30. maí sl. Um 150 manns sóttu fundinn þar sem tillagan var kynnt.  Sigurður Guðmundsson formaður skipulagsnefndar tók til máls í upphafi fundar og lýsti undirbúningi við vinnu nýs aðalskipulags fyrir Garðabæ. Því næst tók Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri Garðabæjar við og fór yfir helstu atriði tillögunnar. Fundargestir gátu svo borið fram fyrirspurnir á staðnum út í einstaka þætti tillögunnar, og var þar var spurt um ýmis mál er varða umferðarmál, gatnamót, Borgarlínu, íbúðir fyrir ungt fólk, göngustíga o.fl.   

 Hér má sjá glærukynningu frá íbúafundinum (pdf-skjal)

Athugasemdafrestur til og með mánudagsins 19. júní

Aðalskipulag er skipulagsáætlun sveitarfélags þar sem fram kemur stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðarþróun, byggðarmynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál.

Tillagan er aðgengileg hér á vef Garðabæjar og í þjónustuveri Garðabæjar, Garðatorgi 7, til og með 19. júní 2017.

Bæklingur um aðalskipulag Garðabæjar sem var dreift í hús fyrir kynningarfundinn. (pdf-skjal) 
Baksíða - uppdráttur  (pdf-skjal)