2. jún. 2017

Góð þátttaka í Stjörnuhlaupinu

Stjörnuhlaupið var haldið með pompi og prakt laugardaginn 20. maí sl. í dásemdar veðurblíðu. Hlaupið er almenningshlaup fyrir konur og karla á öllum aldri og hægt var að velja um tvær vegalengdir 5 og 10 km.
  • Séð yfir Garðabæ

Stjörnuhlaupið var haldið með pompi og prakt laugardaginn 20. maí sl. í dásemdar veðurblíðu. Hlaupið er almenningshlaup fyrir konur og karla á öllum aldri og hægt var að velja um tvær vegalengdir 5 og 10 km.  Stjörnuhlaupið var jafnframt Íslandsmeistaramótshlaup í 10 km götuhlaupi.  Hlaupið var ræst frá Garðatorgi og þar var einnig komið í mark. 

Um 500 hlauparar tóku þátt í hlaupinu sem virðist vera búið að skipa sér ákveðinn sess í íslenska hlaupadagatalinu. Það var hlaupahópur Stjörnunnar sem hafði veg og vanda að undirbúningi hlaupsins og þátttakendur voru ánægðir með hvernig til tókst í ár.  

Á vefnum hlaup.is má sjá skemmtilegt myndband með svipmyndum úr hlaupinu.