4. maí 2017

Skráning hafin í Vinnuskóla Garðabæjar

Búið er að opna fyrir umsóknir um störf ungmenna í Vinnuskóla Garðabæjar í sumar. Vinnuskólinn er fyrir 14-16 ára ungmenni fædd árin 2003, 2002 og 2001.
  • Séð yfir Garðabæ

Búið er að opna fyrir umsóknir um störf ungmenna í Vinnuskóla Garðabæjar í sumar.  Vinnuskólinn er fyrir 14-16 ára ungmenni fædd árin 2003, 2002 og 2001.  Forráðamenn þurfa að skrá unglinginn sinn í vinnuskólann á ráðningarvef Garðabæjar.  Upplýsingar um vinnuskólann má finna hér á vef Garðabæjar og þar má sjá hvenær vinnuskólinn byrjar og hvar á að mæta fyrsta daginn, vinnutíma, laun og fleiri hagnýtar upplýsingar.

Almenn störf og áherslur í vinnuskóla eru garðyrkja, gróðursetning, hirðing á lóðum og opnum svæðum bæjarins og skipulagt tómstundastarf.
Einnig eru í boði nokkur aðstoðarstörf hjá stofnunum og æskulýðsfélögum, s.s. leikskólum, leikjanámskeiðum og námskeiðum skáta o.fl. fyrir þá sem fæddir eru árin 2001 og 2002. Hægt er að merkja við þessi aðstoðarstörf inni á skráningareyðublaðinu á ráðningarvefnum.