5. maí 2017

Vorsýning eldri borgara í Jónshúsi 4.-6. maí

Hin árlega vorsýning félagsstarfs eldri borgara stendur nú yfir í Jónshúsi, að Strikinu 6 í Sjálandi, dagana 4.-6. maí. Þar er meðal annars sýndur fjölbreyttur afrakstur ýmissa námskeiða sem hafa verið í Jónshúsi í vetur.
  • Séð yfir Garðabæ

Hin árlega vorsýning félagsstarfs eldri borgara stendur nú yfir í Jónshúsi, að Strikinu 6 í Sjálandi, dagana 4.-6. maí.  Þar er meðal annars sýndur fjölbreyttur afrakstur ýmissa námskeiða sem hafa verið í Jónshúsi í vetur. Sýningin opnaði fimmtudaginn 4. maí með söng Garðakórsins undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar.  Í dag, föstudaginn 5. maí mæta börn úr Tónlistarskóla Garðabæjar kl. 14 og syngja fyrir sýningargesti. Á morgun laugardag verður sýning eldri borgara á línudans kl. 14.  Sýningin er opin í dag til kl. 16 og á morgun laugardag frá kl. 13-16.

Hér í viðburðadagatalinu á vef Garðabæjar má sjá nánari upplýsingar um sýninguna.