28. mar. 2017

Sumarstörf fyrir ungmenni - umsóknarfrestur til og með 1. apríl

Ungmenni, 17 ára og eldri, geta sótt um fjölbreytt störf í sumar hjá Garðabæ. Sumarstörfin voru auglýst í byrjun mars og umsóknarfrestur er til og með laugardagsins 1. apríl nk.
  • Séð yfir Garðabæ

Ungmenni, 17 ára og eldri, geta sótt um fjölbreytt störf í sumar hjá Garðabæ.  Sumarstörfin voru auglýst í byrjun mars og umsóknarfrestur er til og með laugardagsins 1. apríl nk.  Störf í vinnuskóla fyrir 14-16 ára verða auglýst síðar á vorönn. 

Um er að ræða störf í garðyrkju og almenn verkamannastörf, s.s. störf í slætti, flokkstjórastöður í garðyrkju og slætti.  Eins og undanfarin sumur er hægt að sækja um störf í umhverfishópum. Einnig eru fjölbreytt störf í boði í stofnunum bæjarins á bæjarskrifstofum, Hönnunarsafni Íslands, Bókasafni Garðabæjar og leikskólum Garðabæjar.  Jafnframt eru auglýst sumarstörf á heimilum fatlaðs fólks og fjölmörg störf eru í boði í tengslum við atvinnuúrræði fyrir fötluð ungmenni í sumar. Hægt er að sækja um störf í skapandi sumarstarfi, á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga og í flokkstjórastöður í vinnuskóla Garðabæjar.

Ungmenni í Garðabæ eru hvött til að kynna sér nánar þessi fjölbreyttu störf og sækja um sem fyrst eða til og með 1. apríl 2017.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir störfin og nánari upplýsingar um hvert starf fást með því að smella á hlekkinn. 

Vinsamlegast sækið um störfin á ráðningavef Garðabæjar

Garðyrkja og almenn verkamannastörf

Fjölbreytt sumarstörf

Umhverfishópar

Leikskólar Garðabæjar

Bæjarskrifstofur Garðabæjar

Hönnunarsafn Íslands

Bókasafn Garðabæjar

Heimili fatlaðs fólks

Skapandi sumarstörf

Atvinnutengd frístundaúrræði fyrir fötluð ungmenni

    Sumarnámskeið íþrótta- og tómstundafélaga

    Vinnuskóli