Tilraunaverkefni um uppsetningu á öryggismyndavélum
Á fundi bæjarráðs Garðabæjar, þriðjudaginn 21. mars sl., var samþykkt að fela bæjarstjóra, í samstarfi við lögreglu og Neyðarlínu, að undirbúa, sem tilraunaverkefni, uppsetningu á öryggismyndavélum á hringtorgi á Álftanesi, við Bessastaðaafleggjara.
-
íbúafundur með fulltrúum lögreglu í febrúar 2017. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn kynnir tölfræði um afbrot í Garðabæ.
Á fundi bæjarráðs Garðabæjar, þriðjudaginn 21. mars sl., var samþykkt að fela bæjarstjóra, í samstarfi við lögreglu og Neyðarlínu, að undirbúa, sem tilraunaverkefni, uppsetningu á öryggismyndavélum á hringtorgi á Álftanesi, við Bessastaðaafleggjara.
Íbúafundur um afbrotatölfræði og nágrannavörslu
Umræður um mögulega uppsetningu á öryggismyndavélum við fyrsta hringtorg inn á Álftanesið komu til tals á íbúafundi um afbrotatölfræði og nágrannavörslu sem var haldinn á Álftanesi miðvikudaginn 8. mars sl. Íbúar á Álftanesi höfðu einnig áður lýst yfir áhuga á að fá slíka myndavél við aðkomu inn á Álftanesið.
Á íbúafundinum fóru fulltrúar frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu yfir afbrotatölfræði á Álftanesi og rætt var um nágrannavörslu og hvernig íbúar geta komið í veg fyrir innbrot á heimili sín. Hér að neðan má sjá glærur frá fundinum þar sem m.a. kemur fram tölfræði, viðhorf til lögreglu og þróun afbrota í Garðabæ.