Samstarfssamningur við Skógræktarfélag Garðabæjar undirritaður
Gunnar Einarsson bæjarstjóri undirritaði samstarfssamning við Skógræktarfélag Garðabæjar í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli.
-
Frá undirritun samstarfssamnings við Skógræktarfélag Garðabæjar
Undirritun samstarfssamnings við Skógræktarfélag Garðabæjar
Gunnar Einarsson bæjarstjóri undirritaði samstarfsamning Garðabæjar við Skógræktarfélag Garðabæjar ásamt stjórnarfólki félagsins þann 13. mars. Stjórn Skógræktarfélagsins hefur unnið að endurnýjun samstarfsamningsins sem bæjarstjórn samþykkti 2. mars síðastliðinn.
Undirritunin fór fram á aðalfundi Skógræktarfélagins sem haldinn var í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Gestur fundarins eftir hefðbundinn aðalfundarstörf og undirritun samningsins var Ólafur Njálsson frá Gróðrarstöðinni Nátthaga.