14. mar. 2017

Auglýst eftir umsóknum í þróunarsjóð leikskóla

Auglýst er eftir umsóknum í þróunarsjóð leikskóla í Garðabæ
  • Séð yfir Garðabæ

Auglýst er eftir umsóknum í þróunarsjóð leikskóla í Garðabæ 

Fræðslu- og menningarsvið auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar úr þróunarsjóði leikskóla Garðabæjar. Þróunarsjóðnum er ætlað að stuðla að nýbreytni og framþróun í starfi leikskóla í Garðabæ. Einstaka leikskólakennarar, kennarahópar, aðrir fagaðilar sem starfa við leikskóla í Garðabæ, einn skóli eða fleiri skólar/fagaðilar í sameiningu, fræðslu- og menningarsvið í samstarfi við skóla geta sótt um styrk í þróunarsjóð.

Til úthlutunar árið 2017 eru 8 milljónir.

Áhersluþættir þróunarsjóðs leikskóla 2017-2018:
• Innra mat og skólaþróun
• Upplýsingatækni í kennslu og gerð námsefnis
• Samskipta- og félagsfærni
• hreyfing og velferð
• Sjálfbærni
• Samvinna innan og á milli skóla og skólastiga


Umsóknir skulu hafa borist fyrir 1. apríl og verður þeim svarað fyrir 30. apríl.

Frekari upplýsingar veitir:
Margrét Björk Svavarsdóttir,
forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs
sími: 525 8500

Auglýsing (pdf-skjal)

Reglur og umsóknareyðublöð eru á vef Garðabæjar