27. feb. 2017

Snjómokstur í bænum

Allur tiltækur mannskapur og tæki hafa verið á fullu í snjóhreinsun frá aðfaranótt sunnudags þegar gríðarmikið magn af snjó féll á höfuðborgarsvæðinu. Enn er unnið að hreinsun gatna en allar stofnbrautir voru orðnar færar snemma í morgun
  • Séð yfir Garðabæ

Allur tiltækur mannskapur og tæki hafa verið á fullu í snjóhreinsun frá aðfaranótt sunnudags þegar gríðarmikið magn af snjó féll á höfuðborgarsvæðinu.  Enn er unnið að hreinsun gatna en allar stofnbrautir voru orðnar færar snemma í morgun. Áfram verður unnið að hreinsun húsagatna og göngustíga í dag. 

Hægt er að koma ábendingum vegna snjómoksturs og hálkuvarna til þjónustuvers Garðabæjar á gardabaer@gardabaer.is  eða í síma 525-8500 ef einhverjar húsagötur eru ómokaðar síðar í dag eða ef einhver misbrestur hefur orðið á.

Hægt er að skoða þær götur og stíga sem eru í forgangi varðandi snjómokstur á kortavefnum map.is/gardabaer. Haka þarf í "Snjómokstur"í upplýsingaglugganum uppi til hægri, þá koma upp leiðirnar sem farnar eru og sést hvaða götur og stígar eru í forgangi. Ef smellt er á "i" sést hvað litirnir tákna. 

Hér á vef Garðabæjar er hægt að sjá almennar upplýsingar um snjómokstur í bænum og forgang í hreinsun.