Framkvæmdir hafnar við göngu- og hjólastíg vestan Hafnarfjarðarvegar
Framkvæmdir eru hafnar við lagningu stofnstígs vestan Hafnarfjarðarvegar á kaflanum milli Hraunsholts og Vífilsstaðavegar. Á köflum er núverandi stígur í góðu lagi og mun hann halda sér. Á öðrum svæðum eins og á milli Breiðáss og Lyngáss þarf að byggja nýjan stíg, breikka þarf kaflann milli Lyngáss og Hraunsholtslækjar og gera nýjan stíg yfir opið svæði milli Njarðargrundar og að undirgöngum undir Hafnarfjarðarveg við Bólstað þar sem hann tengist núverandi stíg áfram til norðurs. Sjá nánar í meðfylgjandi kynningarbréfi til íbúa.
Manir og girðingar til að bæta hljóðvist verða reistar eftir þörfum samhliða framkvæmdum við stíginn. Stígagerðin er áfangi í framkvæmd við að gera göngu- og hjólaleiðina gegnum Garðabæinn milli sveitarfélaga greiða og Vegagerðin tekur þátt í kostnaði að hálfu.
Framkvæmdin var boðin út í opnu útboði og gengið var til samninga við verktakafyrirtækið Loftorku ehf. sem var með lægsta tilboðið. Landslag ehf. sá um hönnun stígs og umhverfis og eftirlit með framkvæmdinni hefur Árni Snær Kristjánsson, byggingartæknifræðingur hjá VSÓ verkfræðistofu.
Umhverfisstjóri