Góður fundur með lögreglu
Miðvikudaginn 15. febrúar sl. var haldinn íbúafundur með fulltrúum lögreglu í Flataskóla. Sagt var frá átaki Garðabæjar um nágrannavörslu og hvernig staðið hafi verið að því undanfarin ár. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn fór einnig yfir ýmsar tölur er varða afbrot.
-
Frá íbúafundi með lögreglu í febrúar 2017.Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn fer yfir ýmsar tölur er varða afbrot.
Miðvikudaginn 15. febrúar sl. var haldinn íbúafundur með fulltrúum lögreglu í Flataskóla. Gunnar Einarsson bæjarstjóri bauð fundargesti velkomna og Sunna Sigurðardóttir þjónustustjóri sagði frá átaki Garðabæjar um nágrannavörslu og hvernig staðið hafi verið að því undanfarin ár. Því næst tók Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn til máls og fór meðal annars yfir ýmsar tölur er varða afbrot og þróun undanfarinna ára, tíðni afbrota í Garðabæ og viðhorf íbúa til lögreglu. Á meðan á fundinum stóð gátu fundarmenn spurt spurninga og ágætis umræður urðu eftir kynningarnar þar sem rætt var um nágrannavörslu, varnir gegn innbrotum, umferðarlöggæslu, umferðarmál við helstu gatnamót og skóla o.fl.
Glærur frá fundinum 15. febrúar - afbrotatölfræði - viðhorf til lögreglu o.fl. (pdf-skjal)
Hér á vef Garðabæjar er hægt að sjá nánari upplýsingar um nágrannavörslu.
Fundur á Álftanesi 8. mars
Annar fundur Garðabæjar með íbúum og lögreglu verður haldinn í Álftanesskóla miðvikudaginn 8. mars nk. kl. 17. Þar verður einnig kynning á afbrotatölfræði, nágrannavörslu og umræður. Allir eru velkomnir á fundinn en götustjórar í nágrannavörslunni eru sérstaklega hvattir til að mæta sem og allir sem vilja efla/innleiða nágrannavörslu í sinni götu.