10. feb. 2017

Fundir með íbúum og lögreglunni í febrúar og mars

Garðabær boðar til fundar með íbúum Garðabæjar og fulltrúum lögreglunnar miðvikudaginn 15. febrúar og miðvikudaginn 8. mars. Á dagskrá fundanna er afbrotatölfræði og nágrannavarsla.
  • Séð yfir Garðabæ

Fundir með íbúum og lögreglunni - Afbrotatölfræði - Nágrannavarsla

Garðabær boðar til funda með íbúum Garðabæjar og fulltrúum lögreglunnar.

Á dagskrá fundanna er:

1) Afbrotatölfræði - fjöldi og þróun afbrota í Garðabæ  

2) Nágrannavarsla - hvað þarf helst að hafa í huga? - hver er reynslan?

Fundirnir verða haldnir:

1) Í Flataskóla, miðvikudaginn 15. febrúar kl. 17-18:30.  Viðburður á fésbókarsíðu Garðabæjar.

2) Í Álftanesskóla, miðvikudaginn 8. mars kl. 17-18:30.

Allir eru velkomnir á fundina en götustjórar í nágrannavörslunni eru sérstaklega hvattir til að mæta sem og allir sem vilja efla/innleiða nágrannavörslu í sinni götu.

Auglýsing (pdf-skjal)