2. feb. 2017

Ungmennaráð Garðabæjar fundaði með bæjarstjóra

Ungmennaráð Garðabæjar hitti Gunnar Einarsson bæjarstjóra á fyrsta fundi ársins.
  • Séð yfir Garðabæ

Fyrsti fundur ársins hjá ungmennaráði Garðabæjar var haldinn 31. janúar sl. Mjög góð mæting var á fundinn og mættu bæði aðal- og varamenn. Í ungmennaráði sitja fulltrúar á aldrinum 14-20 ára og koma þau frá öllum skólum í Garðabæ sem kenna ungmennum á þessum aldri, þ.e. frá Garðaskóla, Sjálandsskóla, Álftanesskóla og FG. Einnig tilnefnir ÍTG (íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar) fulltrúa í ráðið.

Bæjarstjóri mætti á fundinn, spjallaði við ungmennin um það sem framundan er fyrir ráðið og hver tenging ráðsins er við stjórnsýslu Garðabæjar. Rætt var um starfið í vetur og hvaða málefnum fulltrúa langar að vinna að.
Ungmennaráðsfulltrúar verða með kynningar í skólum bæjarins á vordögum og munu skipuleggja ungmennaþing í haust svo eitthvað sé nefnt. Flottur hópur hér á ferð sem án efa mun starfa af kostgæfni fyrir hönd allra ungmenna í Garðabæ.

Til vinstri á mynd:
Anna Katrín, Helga Vala, Anna Karen, Trausti, Fannar Ingi, Sólveig Marin, Guðrún Ágústa, Gabríella og Gunnar bæjarstjóri.
Til hægri á mynd:
Elías, Magnús, Snæfríður, Ágúst Ingi, Ingibjörg Þór, Freymar og Jóel.