Fornleifa- og söguganga á sunnudaginn kl. 12 á Álftanesi
Umhverfisnefnd Garðabæjar hefur undanfarin ár staðið fyrir vel heppnuðum fræðslugöngum víðs vegar um Garðabæ. Sunnudaginn 5. október býður nefndin til fornleifa- og sögugöngu á Álftanesi í leiðsögn Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings. Gangan hefst kl. 12 og hefst á Hliði á Hliðstanga.
Umhverfisnefnd Garðabæjar hefur undanfarin ár staðið fyrir vel heppnuðum fræðslugöngum víðs vegar um Garðabæ. Sunnudaginn 5. október býður nefndin til fornleifa- og sögugöngu á Álftanesi í leiðsögn Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings. Gangan hefst kl. 12 og hefst á Hliði á Hliðstanga. Þar var um aldir einn helsti útróðrarstaðurinn á suðurnesinu. Gengið verður um vestanvert Álftanes, í landi Skógtjarnar og kotanna Lákakots, Gíslakots og Dómhildarkots, en þar er að finna einstaklega vel varðveittar minjar frá búskap um aldamótin 1900. Gangan endar í landi Selskarðs við Garðaveg og þaðan er farið með rútu tilbaka að Hliði, þar sem boðið verður upp á kakó. Allir eru velkomnir í gönguna.