2. feb. 2017

Garðabær mætir Kópavogi í 16 liða úrslitum Útsvars

Spurningaþátturinn Útsvar er nú tíunda veturinn á föstudagskvöldum í sjónvarpinu. Nú er komið að Garðabæ að keppa á ný í annarri umferð föstudagskvöldið 3. febrúar nk. kl. 20:15 gegn nágrönnum okkar í Kópavogi.
  • Séð yfir Garðabæ

Spurningaþátturinn Útsvar er nú tíunda veturinn á föstudagskvöldum í sjónvarpinu. Eins og síðastliðin ár eru það sveitarfélög alls staðar af landinu sem etja kappi í sjónvarpssal RÚV. Umsjónarmenn þáttarins eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir.

Garðabær keppti í fyrstu umferð 25. nóvember sl. og hafði þá betur gegn liði Hornafjarðar. Í liði Garðabæjar í ár eru þau Aldís Hilmarsdóttir, Huginn Freyr Þorsteinsson og Steinn Hildar Þorsteinsson.  Með sigri í fyrstu umferð komst liðið áfram í 16 liða úrslit og nú er komið að Garðabæ að keppa á ný í annarri umferð föstudagskvöldið 3. febrúar nk. kl. 20:15 gegn nágrönnum okkar í Kópavogi.

Áhorfendur eru velkomnir að fylgjast með viðureigninni í beinni útsendingu úr sjónvarpssal í Efstaleiti.  Mæting er um hálftíma fyrir útsendingu. Einnig verður sýnt beint frá viðureigninni í sjónvarpi í Bókasafni Garðabæjar á Garðatorgi á Safnanótt föstudaginn 3. febrúar nk.

Upplýsingar um spurningaþáttinn Útsvar á vef sjónvarpsins.

Áfram Garðabær!