2. feb. 2017

Hvað velur þú?

Fjórir nemendur úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ verða leiðsögumenn Hönnunarsafnsins á Safnanótt föstudaginn 3. febrúar nk. Nemendurnir völdu sér einn hlut úr sýningu safnsins ,,Geymilegir hlutir" og munu fræða áhugasama um þá.
  • Séð yfir Garðabæ

Fjórir nemendur úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ verða leiðsögumenn Hönnunarsafnsins á Safnanótt föstudaginn 3. febrúar nk. Nemendurnir
völdu sér einn hlut úr sýningu safnsins ,,Geymilegir hlutir" og munu fræða áhugasama um þá.

Safnið á skemmtilegt safn geymilegra hluta sem hafa verið varðveittir af ýmsum ástæðum. Gestir á Safnanótt munu ekki bara njóta þess að skoða þessa merkilegu hluti heldur fá þeir einnig upplýsingar um hvernig þeir komu til safnsins og af hverju þeir þykja það merkilegir að þeir eru varðveittir. Auk þessa fá svo gestir lifandi leiðsögn ungra og áhugasamra leiðsögumanna sem eru með ferska  og áhugaverða sýn á gripina en leiðsögnin hefst kl. 19:30 um kvöldið.
Þeir gestir sem vilja fá tækifæri til að svara sömu spurningu og nemendurnir fjórir eða ,,Hvaða mun velur þú og af hverju?"

Söfn í Garðabæ sem taka þátt í Safnanótt eru Hönnunarsafn Íslands, Bókasafn Garðabæjar og burstabærinn Krókur sem verða öll með opið hús frá kl. 18-23.  Auk þess verður opið hús á Bessastöðum þar sem boðið verður upp á leiðsögn um elstu staðarhúsin, Bessastaðastofu og kirkjuna og fornleifakjallarann frá kl. 18-22 á Safnanótt.  Sjá alla dagskrá í Garðbæ hér í viðburðadagatalinu.