25. jan. 2017

Þorrablót í Krakkakoti

Árlegt þorrablót var haldið í Krakkakoti á sjálfan Bóndadaginn.
  • Séð yfir Garðabæ

Árlegt þorrablót var haldið í Krakkakoti á sjálfan Bóndadaginn.

Á þorrablótinu koma börnin á leikskólanum fram í sal með víkingahjálma sem þau hafa útbúið og gjarnan í „gamaldags fötum“. Í salnum fá þau fræðslu um gamla muni og gamla tímann. Krakkakot á töluvert magn af gömlum munum sem velunnarar hafa gefið skólanum og eru þeir nýttir á Þorrablótinu m.a. til að kynna börnunum muni sem notaðir voru í gamla daga til þess að búa til og geyma mat í. Hjördís G. Ólafsdóttir leikskólastjóri segir að Sæbjörg Einarstóttir starfsmaður á leikskólanum fari á kostum við að kynna fyrir börnunum þessa muni með leikrænum tilþrifum og miklum fróðleik. "Það eru forréttindi að hafa starfsmann sem heldur menningu okkar rækilega á lofti með þekkingu sinni á íslenksri menningu og ríkulegri þekkingu á íslensku máli," segir Hjördís.

Börnin fá líka að lykta af hákarli og sum þeirra eru áræðin og velja að smakka á meðan önnur láta sér nægja að finna lyktina.

Eftir samveru í salnum er svo boðið upp á þorramat í hádeginu.

"Velkominn þorri," segja börn og starfsfólk á Krakkakoti.