13. jan. 2017

Stefnt að opnun Urriðaholtsskóla á árinu

Framkvæmdum við uppsteypu 1. áfanga Urriðaholtsskóla er lokið. 1. áfangi er 5700 fermetrar að stærð.

  • Mynd af Urriðaholtshverfi, tekin í október 2016
    Mynd af Urriðaholtshverfi, tekin í október 2016

Framkvæmdum við uppsteypu 1. áfanga Urriðaholtsskóla er lokið. 1. áfangi er 5700 fermetrar að stærð. Í október voru tilboð í lokun skólans opnuð en þrjú tilboð bárust í verkið. Bæjarráð tók ákvörðun um að hafna öllum tilboðunum og bjóða út að nýju sama verkþátt ásamt frágangi innanhúss og fl. Það útboð verður auglýst á næstu vikum.

Stefnt er að opnun skólans á þessu ári. Þegar tilboð hafa verið opnuð verður væntanlega hægt að segja til um með meiri nákvæmni hvenær skólinn getur tekið til starfa. Nánari upplýsingar verða gefnar þegar þær liggja fyrir. Útboð vegna lóðar er nú í undirbúningi og verður verkið boðið út fljótlega.

Þar til Urriðaholtsskóli tekur til starfa fara börn úr hverfinu í aðra skóla í Garðabæ.

Skólinn verður tekinn í notkun í áföngum en í þeim fyrsta verður leikskóladeildin og 1.-4. bekkir grunnskóla.