10. jan. 2017

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu er lið ársins

Meistaraflokkur Stjörnunnar í knattspyrnu kvenna er ásamt þjálfara sínum lið ársins 2016 í Garðabæ
  • Séð yfir Garðabæ

Meistaraflokkur Stjörnunnar í knattspyrnu kvenna var, ásamt þjálfara sínum Ólafi Guðbjörnssyni, valinn lið ársins 2016 á íþróttahátíð Garðabæjar sem fram fór í Ásgarði 8. janúar sl.

Meistaraflokkur kvenna varð árið 2016 Íslandsmeistari í fjórða skiptið á sex árum. Stjarnan hampaði Íslandsbikarnum með fimm stiga mun á liðið sem næst kom.

Liðið hafði sigur í Pepsi-deild sem allir sérfræðingar um kvennaknattspyrnu eru sammála um að hafi verið jafnari, betri og meira spennandi en nokkru sinni fyrr. Þetta afrekaði liðið þrátt fyrir fordæmalausa meiðslahrinu og þrátt fyrir að helsti framherji liðsins hafi misst af tveimur síðustu leikjum Íslandsmótsins.

Var það mál manna, bæði stuðningsmanna og andstæðinga, að leitun væri að annarri eins þrautseigju og sigurvilja og liðið sýndi af sér á liðnu keppnistímabili.

Markadrottning liðsins, Harpa Þorsteinsdóttir, var einnig útnefnd íþróttakona Garðabæjar 2016 við sama tilefni.

Í liðinu eru:

Agla María Albertsdóttir
Ana Victoria Cate
Anna Björk Kristjánsdóttir
Anna María Baldursdóttir
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
Berglind Hrund Jónasdóttir
Bryndís Björnsdóttir
Guðmunda Brynja Óladóttir
Guðrún Karítas Sigurðardóttir
Harpa Þorsteinsdóttir
Heiðrún Ósk Reynisdóttir
Hrefna Þuríður Leifsdóttir
Írunn Þorbjörg Aradóttir
Katrín Ásbjörnsdóttir
Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
Kristrún Kristjánsdóttir
Lára Kristín Pedersen
Lára Mist Baldursdóttir
María Eva Eyjólfsdóttir
Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir
Sigrún Ella Einarsdóttir
Telma Hjaltalín Þrastardóttir
Theodóra Dís Agnarsdóttir
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir