Mat á vellíðan og námi í leikskóla
Leikskólar í Garðabæ unnu þróunarverkefni um mat á námi og vellíðan barna veturinn 2013-2014. Verkefnið hét Námsbók barnsins og var unnið með styrk frá Sprotasjóði. Verkefnið var þríþætt; í fyrsta lagi var boðið upp á fræðslu um skráningu námssagna, í öðru lagi snerist verkefnið um að finna og meta leiðir til að skrá og meta nám barna og í þriðja lagi um miðlun á þekkingu og reynslu til samstarfsfólks.
Fimmtudaginn 25. september nk. stendur RannUng (Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna) að málþingi á Hótel Natura undir yfirskriftinni Mat á vellíðan og námi í leikskóla og þar munu leikskólakennarar úr Garðabæ kynna niðurstöður verkefnisins.
Hér má sjá frétt á vef Garðabæjar þar sem greint er nánar frá verkefninu.
Auglýsing málþings - Mat á vellíðan og námi í leikskóla, fimmtudaginn 25. sept kl. 12:30-16:30 á Hótel Natura, Reykjavíkurvegi.