2. des. 2016

Jóladagatal Hönnunarsafns Íslands

Jóladagatal Hönnunarsafns Íslands verður opnað kl. 12:00 á hverjum degi í desember fram að jólum.
  • Séð yfir Garðabæ

Jóladagatal Hönnunarsafns Íslands verður opnað kl. 12:00 á hverjum degi í desember fram að jólum.

Einum glugga í desember er breytt í jóladagatal þar sem daglega er sýndur einn hlutur úr safneigninni. Í ár er ætlunin að tengja hlutina sögu Garðabæjar vegna 40 ára afmælis bæjarins.

Hönnunarsafnið var stofnað árið 1998 og hefur verið staðsett í Garðabæ allar götur síðan. Garðabær fékk kaupstaðaréttindi 1. janúar 1976 og hefur haldið upp á 40 ára afmæli í ár. Við skiptum dögunum 24 á milli þessara áratuga, t.d. verða 1. – 6. des tileinkaðir árunum 1976 – 1986, 7. – 12. des tileinkaðir árununum 1987 – 1996 o.s.frv.

Safneign Hönnunarsafns Íslands telur rúmlega 1300 gripi, elsti gripurinn er frá upphafi 20. aldar og sá yngsti frá árinu 2016. Þeir gripir sem valdir voru í dagatalið þetta árið eru frá árunum 1976 – 2016.
Á meðan á jóladagatalinu stendur hvetjum við fólk til að finna hlut heima hjá sér sem tengist hverjum áratug taka mynd af honum og deila á facebook merkt #jóladagatal2016. Þeir sem missa af því að skoða hlutinn í glugganum geta fundið hann og upplýsingar um hann á heimasíðu safnsins eða á facebook. Þar munu þeir birtast einn og einn fram að jólum.