29. nóv. 2016

Garðabær komst áfram í Útsvari

Lið Garðabæjar sigraði lið Hornafjarðar í spurningaþættinum Útsvari föstudagskvöldið 25. nóvember sl. í beinni útsendingu sjónvarpsins. Garðabær hafði betur með átta stigum og fékk 68 stig
  • Séð yfir Garðabæ

Lið Garðabæjar sigraði lið Hornafjarðar í spurningaþættinum Útsvari föstudagskvöldið 25. nóvember sl. í beinni útsendingu sjónvarpsins. Garðabær hafði betur með átta stigum og fékk 68 stig en Hornafjörður fékk 60 stig.  Garðabær er þar með komið í aðra umferð Útsvars en ekki er búið að dagsetja næstu viðureign.  Hornafjörður kemst líka áfram í næstu umferð þar sem stigahæstu tapliðin komast einnig áfram.

Meðfylgjandi mynd (af vef RÚV) er af liði Garðabæjar, frá vinstri:  Huginn Freyr Þorsteinsson, Aldís Hilmarsdóttir og Steinn Hildar Þorsteinsson. 

Þeir sem misstu af þættinum sl. föstudagskvöld geta horft á þáttinn í Sarpinum á vef RÚV.

Sjá nánar um Útsvarið hér á vef RÚV