14. nóv. 2016

Tónlistarveisla í skammdeginu 17. nóvember

Tónlistarveisla í skammdeginu verður haldin fimmtudaginn 17. nóvember innandyra í göngugötunni á Garðatorgi kl. 21:00. Guðrún Gunnars, Sigga Beinteins og Jógvan Hansen
  • Séð yfir Garðabæ

Tónlistarveisla í skammdeginu  á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar verður haldin á ný fimmtudaginn 17. nóvember innandyra í göngugötunni á Garðatorgi kl. 21:00.  Í tónlistarveislu ársins eru það Guðrún Gunnars, Sigga Beinteins og Jógvan Hansen sem stíga á svið ásamt píanóleikara og flytja íslenskar dægurflugur úr tónleikaprógramminu ,,Við eigum samleið" - lögin sem allir elska.

Þetta er í fjórtánda sinn sem tónlistarveislan er haldin á Garðatorgi og Garðbæingar sem og aðrir tónlistarunnendur hafa kunnað vel að meta og fjölmennt á torgið.   Borðum og stólum verður raðað upp á torginu og gestir geta keypt sér veitingar á staðnum en tónleikarnir byrja klukkan 21 og standa í rúman klukkutíma. 

Aðgangur að tónlistarveislunni er ókeypis og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.  Sjá einnig upplýsingar hér í viðburðadagatalinu á vef Garðabæjar.

Haustsýning Grósku - opnun kl. 20-22.30 

,,Hamingjan er hér" er yfirskrift haustsýningar myndlistarfélagsins Grósku sem opnar sama kvöld í Gróskusalnum á Garðatorgi 1 (2. hæð, gengið upp við hliðina á Momo).   Sýningin opnar kl. 20 og er opin til 22.30 um kvöldið.  Rebekka Sif söngkona og Aron Andri gítarleikari verða með tónlistaratriði við opnunina. Myndlistarsýningin verður opin frá föstudegi til sunnudags 18.-20. nóvember frá kl. 12-18.

Ýmsar verslanir opnar um kvöldið

Ýmsar verslanir á Garðatorgi verða með opið hús í tilefni kvöldsins.  Gestir geta lagt bílum sínum í bílakjallarann við Garðatorg en þar er nóg af bílastæðum.