7. nóv. 2016

Sýnum varúð í umferð við skólana

Sýnum sérstaka varúð í umferðinni í kringum grunnskólana í bænum í skammdeginu
  • Séð yfir Garðabæ

Nú þegar skammdegið er skollið á er rétt að hvetja bæjarbúa til að gæta sérstaklega að sér í umferðinni í kringum grunnskólana í bænum.

Ólöf Sigurðardóttir, skólastjóri Flataskóla sendi nýlega póst á forráðamenn nemenda í skólanum vegna umferðar á Stekkjarflöt. Í póstinum bendir Ólöf á hættuna sem fylgir því þegar foreldrar skutla börnum í skólann en setja þau út úr bílnum á Stekkjarflöt við gangbrautina þegar sem göngustígurinn að skólanum liggur. "Þetta er með öllu óheimilt og skapar mikla hættu fyrir börnin okkar sem eru að koma til skóla. Hættan verður enn meiri núna í skammdeginu," segir Ólöf í póstinum og bætir við að fjölmargar athugasemdir hafi borist skólanum og skólastjórnendur hafi af þessu miklar áhyggjur.

Ólöf bendir einnig á að flestir nemendur búi í göngufjarlægð frá skólanum og því væri það mikil framför ef fleiri börn kæmu gangandi.

Gott er að hafa börnin í huga í umferðinni í kringum alla skólana í bænum.