7. nóv. 2016

Afsökunarbeiðni frá Rauða krossinum

Rauði krossinn í Reykjavík biður Garðabæ afsökunar á rangri staðhæfingu í skýrslunni Fólkið í skugganum
  • Séð yfir Garðabæ

Rauði krossinn í Reykjavík hefur sent Gunnari Einarssyni bæjarstjóra bréf þar sem beðist er afsökunar á því að í skýrslunni Fólkið í skugganum sé sú rangfærsla höfð eftir ónafngreindum starfsmanni Reykjavíkurborgar að Garðabær eigi íbúðir í Reykjavík sem það láni fólki til að það öðlist heimilisfesti þar.

Í bréfinu segir m.a.: "Eins og þú útskýrðir þá er þetta rangt og á því ekki heima í skýrslunni. Við munum í framhaldinu taka þessa tilvitnun út og biðjumst afsökunar á því að hún skuli hafa ratað í skýrsluna."

Bréf Rauða krossins í Reykjavík