4. nóv. 2016

Rangfærslur í skýrslu Rauða krossins

Að gefnu tilefni skal það tekið fram að Garðabær á engar íbúðir utan Garðabæjar. Garðabær úthlutar því hvorki húsnæði í öðrum bæjarfélögum né vísar fólki úr bænum.
  • Séð yfir Garðabæ
Í skýrslu Rauða krossins í Reykjavík „Fólkið í skugganum“ er því ranglega haldið fram að Garðabær eigi íbúðir í Reykjavík sem það úthluti fólki sem býr við bág kjör.

Af þessu tilefni skal það tekið fram að Garðabær á engar íbúðir utan Garðabæjar. Garðabær úthlutar því hvorki húsnæði í öðrum bæjarfélögum né vísar fólki úr bænum.

Í skýrslu Rauða krossins er fjallað um mikilvægt málefni sem er fátækt á Íslandi. Garðabær harmar þau óvönduðu vinnubrögð sem ofangreind rangfærsla ber vitni um og vonar að þau verði ekki til að skyggja á alvarleika málsins