1. nóv. 2016

Garðeigendur hugi að gróðri á lóðamörkum

Garðyrkjustjóri hvetur lóðarhafa til að huga að gróðri á lóðarmörkum.
  • Séð yfir Garðabæ

Garðyrkjustjóri hvetur lóðarhafa til að huga að gróðri á lóðarmörkum.

Í tilkynningu frá garðyrkjustjóra segir: "Trjá- og runnagróður sem vex út fyrir lóðarmörk eða slútir yfir getur þrengt að umferð á götum, gangstéttum eða stígum. Eins getur gróður sem vex inn á göngustíga, gangstéttar og götur valdið skemmdum og slysum.

Lóðarhöfum er skylt að halda vexti trjáa eða runna á lóðinni innan lóðarmarka. Þar sem vöxtur trjáa eða runna fer út fyrir lóðarmörk við götu, gangstíga eða opin svæði er Garðabæ heimilt að láta fjarlægja þann hluta er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðarhafa að undangenginni aðvörun."

Leiðbeiningar um klippingar trjágróðurs