19. sep. 2014

Þóra Margrét Hjaltested nýr formaður kjörstjórnar í Garðabæ

Kjörstjórn Garðabæjar kom saman til síns fyrsta fundar á kjörtímabilinu þann 9. september sl. Á fundinum var Þóra Margrét Hjaltested, lögfræðingur, kjörin formaður kjörstjórnar.
  • Séð yfir Garðabæ
Kjörstjórn Garðabæjar kom saman til síns fyrsta fundar á kjörtímabilinu þann 9. september sl. og var Þóra Margrét Hjaltested, lögfræðingur, Holtási 4, Garðabæ kjörin formaður kjörstjórnar á fundinum. Á fundinum var farið yfir helstu verkefni kjörstjórnar sem er að annast undirbúning og framkvæmd kosninga í sveitarfélaginu.

Nánar er um að ræða:
• Sveitarstjórnarkosningar samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórnar nr. 5/1998.
• Kjör forseta Íslands samkvæmt lögum um framboð og kjör forseta Íslands nr. 36/1945.
• Alþingiskosningar samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.
• Þjóðaratkvæðagreiðsla samkvæmt lögum um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010.
• Íbúakosning um einstök málefni samkvæmt 107. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. (Heimild er til að hafa þær rafrænar)
• Kosningar um sameiningu sveitarfélaga samkvæmt 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Næstu reglulegu kosningar er kjör forseta Íslands sem fram eiga að fara laugardaginn 25. júní 2015.

Kjörstjórn Garðabæjar er þannig skipuð.

Aðalmenn:
Þóra Margrét Hjaltested, Holtási 4
Jóhann Steinar Ingimundarson, Hlíðarbyggð, 9
Bjarni Jón Jónsson, Lerkiási 10

Varamenn:
Finnur Magnússon, Hörgslundi 2
Hrafnhildur Helgadóttir, Löngufit 5
Halldór Zöega, Grjótási 8

Áheyrnarfulltrúar:
Örn Arnarson, Ægisgrund 12
Bergþóra Sigmundsdóttir, Dalsbyggð 10

Varaáheyrnarfulltrúar:
Jóhann Ívar Björnsson, Markarflöt 47
Hafdís Bára Kristmundsdóttir, Furuási 4