24. okt. 2016

Þjónustuverinu lokað kl. 14.38 í dag

Þjónustuveri Garðabæjar verður lokað kl. 14.38 í dag vegna viðburðarins Kjarajafnrétti strax!
  • Séð yfir Garðabæ

Garðabær hvetur konur sem starfa hjá bænum til að taka þátt í viðburðum atburðarins Kjarajafnrétti strax.

Þar sem allir starfsmenn þjónustuvers Garðabæjar eru konur verður þjónustuverinu lokað kl. 14.38 í dag.

Við þökkum sýndan skilning og vonum að sem flestir taki þátt í baráttunni.