Óvenjulegir tónleikar í messu í Vídalínskirkju sunnudaginn 21. september
Brita skrifar svo um lykilhörpuna:
"Hljóðfærið nyckelharpa, eða lykilharpa, er gamalt strengjahljóðfæri. Elsta myndin sem til er af því er úr steini frá því um 1350 á eyjunni Gotlandi í Svíþjóð. Það er líkt franska hljóðfærinu hurdy-gurdy en leikið er á hljóðfærið með boga en ekki hjóli eins og á hurdy-gurdy. Uppruni þess er líklega frá Vestur-Evrópu. Einn fræðimaður hefur reynt að færa sönnur á að lykilharpa sé upprunnin í Svíþjóð, en það hefur ekki verið sannað. Það er þó ljóst að lykilharpa hefur dafnað og þróast í Svíþjóð eins og það er í dag. Faðir minn og tengdafaðir smíðuðu báðir lykilhörpur og fengu þeir báðir innblástur sinn við smíðina frá Eric Sahlström, en hann er þekktur fyrir að hafa gert lykilhörpuna að þekktu hljóðfæri í Svíþjóð og víðar.”