23. sep. 2016

Bentu á þann sem að þér þykir bestur

Í tilefni af 40 ára afmæli Garðabæjar á þessu ári fékk Hönnunarsafn Íslands til liðs við sig nokkra valinkunna Garðbæinga til að velja muni á sýningu safnsins ,,Geymilegir hlutir" sem nú stendur yfir í safninu við Garðatorg.
  • Séð yfir Garðabæ

Í tilefni af 40 ára afmæli Garðabæjar á þessu ári fékk Hönnunarsafn Íslands til liðs við sig nokkra valinkunna Garðbæinga til að velja muni á sýningu safnsins ,,Geymilegir hlutir" sem nú stendur yfir í safninu við Garðatorg.  Á sýningunni eru sýndir úrvalsmunir úr safneign Hönnunarsafnsins sem varpa ágætu ljósi á þá breidd sem einkennir söfnunarsvið Hönnunarsafnsins.

Bentu á þann sem að þér þykir bestur

Eftirtaldir Garðbæingar völdu safngrip úr safngeymslum og inn á sýninguna í fremri sal safnsins á efri hæð:
Guðni Th. Jóhannesson forseti,
Sigríður Klingenberg spámiðill,
Inga Lind Karlsdóttir fjölmiðlakona,
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri,
Ólafur G. Einarsson fv. ráðherra,
Sigurður Sveinn Þórðarson eða ,,Siggi dúlla" starfsmaður Stjörnunnar og íslenska karlalandsliðsins í fótbolta,
og Andrea Magnúsdóttir, fatahönnuður og bæjarlistamaður Garðabæjar 2016.

Á meðfylgjandi myndum með frétt má sjá nokkra af þeim munum sem voru valdir inn á sýninguna. Áhugavert er að skoða þá fjölbreyttu muni sem þau völdu inn á sýninguna og af hverju viðkomandi valdi hvern mun. Sýningin ,,Geymilegir hlutir" er breytileg, eftir því sem safnið vex að safnkosti og geymilegum hlutum.

Á vef Hönnunarsafnsins, www.honnunarsafn.is, má lesa nánar um sýninguna og safnið. Einnig er hægt að fylgjast með starfssemi safnsins á fésbókarsíðu þess.